Eigum við að ræða þetta veður eitthvað?
Faxaflói: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og léttskýjað. Hæg vestlæg eða breytileg átt á morgun, yfirleitt bjart með köflum og dálitlar skúrir inn til landins, en líkur á þokulofti sums staðar við ströndina. Hiti 11 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola og yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Vestlægari á morgun og stöku skúrir sunnantil en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast suðvestanlands í dag.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en líkur á þokulofti við norður- og austurströndina og stöku skúrir sunnantil. Hiti 7-16 stig, svalast við norðausturströndina, en hlýjast í uppsveitum vestanlands.
Á laugardag: Norðaustan 5-10, úrkomulítið og milt veður, en gengur í allhvassa norðanátt austanlands um kvöldið með rigningu. Hiti 6 til 16, hlýjast suðvestantil.
Á sunnudag: Norðaustan 8-13 og rigning um austanvert landið en annars úrkomulítið. Hiti 6 til 10 stig norðan- og austanlands, en 8 til 16 suðvestanlands.
Á mánudag: Norðaustan 8-15 norðvestantil en mun hægari annars staðar. Áfram rigning norðaustan- og austanlands en þurrt suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.
Á þriðjudag: Norðanátt, rigning norðantil en úrkomulaust syðra. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.