Eignir GGE verði seldar með hraði
Hluthafafundur Geysis Green Energy fer fram á morgun. Íslandsbanki, stærsti lánardrottinn félagsins, krafðist fundarins en á honum munu tveir fulltrúar bankans taka sæti í stjórn GGE, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sem greinir frá þessu.
Þar með mun Íslandsbanki ná undirtökum í félaginu en auk þess að vera helsti lánardrottinn þess á bankinn aðkomu gegnum sjóðinn Glacier Renewable Energy Fund. GRE á 40% í GGE og er sjóðnum stýrt af Íslandsbanka.
Heimildir MBL segja að fulltrúar Íslandsbanka vilji ganga hratt til verks í þessum efnum en GGE skuldar bankanum um 25 milljarða. Helstu eignirnar eru HS Orka og Jarðboranir.