Eignir bæjarins jukust um rúman hálfan milljarð
-ársreikningur Reykjanesbæjar lagður fram í bæjarstjórn
Skatttekjur Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 námu alls 2.284 milljónum króna sem er 1,7% undir áætlun. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem ársreikningur bæjarins var lagður fram til fyrri umræðu. Í tekjuáætlun var gert ráð fyrir 1,5% fjölgun gjaldenda en fjöldi stóð nánast í stað og samsetning gjaldenda var óhagstæðari en áætlað var. Heildartekjur bæjarsjóðs voru 3.026 milljónir kr. og samstæðunnar 3.355 milljónir kr. Í rekstraráætlun bæjarsjóðs var gert ráð fyrir 106 milljón kr. taprekstri á árinu 2002 en hann nam 168 milljónum kr. Í rekstraráætlun samstæðunnar var gert ráð fyrir 119 milljón kr. taprekstri en hann nam 306 milljónum kr. Stærsti óvænti útgjaldaliðurinn er hækkun lífeyrisskuldbindinga, vegna endurmats upp á 403 milljónir kr. Eignir bæjarssjóðs jukust um rúman 1,1 milljarð kr. á árinu og nema nú 9,4 milljörðum kr. Eignir samstæðu Reykjanesbæjar jukust um 592 milljónir á árinu og voru í árslok 2002 um 11,4 milljarðar kr.
Ársreikningurinn byggir á nýjum reikningsskilaaðferðum sem sveitarfélögum er gert að nýta framvegis. Markmiðið með þeim er að bæta uppplýsingagjöf til stjórnenda og íbúa um fjármál sveitarfélaga.
Skatttekjur Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 námu alls 2.284 milljónum króna sem er 1,7% undir áætlun. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem ársreikningur bæjarins var lagður fram til fyrri umræðu. Í tekjuáætlun var gert ráð fyrir 1,5% fjölgun gjaldenda en fjöldi stóð nánast í stað og samsetning gjaldenda var óhagstæðari en áætlað var. Heildartekjur bæjarsjóðs voru 3.026 milljónir kr. og samstæðunnar 3.355 milljónir kr. Í rekstraráætlun bæjarsjóðs var gert ráð fyrir 106 milljón kr. taprekstri á árinu 2002 en hann nam 168 milljónum kr. Í rekstraráætlun samstæðunnar var gert ráð fyrir 119 milljón kr. taprekstri en hann nam 306 milljónum kr. Stærsti óvænti útgjaldaliðurinn er hækkun lífeyrisskuldbindinga, vegna endurmats upp á 403 milljónir kr. Eignir bæjarssjóðs jukust um rúman 1,1 milljarð kr. á árinu og nema nú 9,4 milljörðum kr. Eignir samstæðu Reykjanesbæjar jukust um 592 milljónir á árinu og voru í árslok 2002 um 11,4 milljarðar kr.
Ársreikningurinn byggir á nýjum reikningsskilaaðferðum sem sveitarfélögum er gert að nýta framvegis. Markmiðið með þeim er að bæta uppplýsingagjöf til stjórnenda og íbúa um fjármál sveitarfélaga.