Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eignastaða Reykjanesbæjar sterk
Föstudagur 10. desember 2004 kl. 14:08

Eignastaða Reykjanesbæjar sterk

Í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar kemur fram að eignir bæjarsjóðs í lok árs eru áætlaðar um 267 þúsund krónur á íbúa umfram skuldir.

Í fréttinni segir orðrétt:
Samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun og efnahagsreikningi ársins 2004 er gert ráð fyrir að eignir bæjarsjóðs Reykjanesbæjar umfram skuldir nemi um 267 þúsund krónum á hvern íbúa.  Sambærileg eignastaða hjá Reykjavíkurborg er  áætluð 319 þúsund krónur á íbúa og hjá Hafnarfirði kr. 81 þúsund krónur á íbúa.

Frá því upphafleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var gerð í desember 2003 hafa umtalsverðar breytingar verið gerðar á henni.

Stærsti breytingaliður í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir Reykjanesbæ fyrir árið 2004 varðar 350 milljóna króna gjaldfærslu af rekstrarliðum bæjarsjóðs til að mæta framreikningi á skuldbindingum vegna Eftirlaunasjóðs starfsmanna Reykjanesbæjar. Þetta er þriðja árið í röð sem tryggingastærðfræðingur reiknar þörf fyrir slíkar viðbótargreiðslur umfram hefðbundin útgjöld til sjóðsins. Bæjarstjórn hefur jafnan ákveðið að færa þessar skuldbindingar sem útgjaldalið á viðkomandi ári. Árið 2002 þurfti að gjaldfæra í ársreikningi 458 milljónir króna, með sama hætti, í fyrra 213 milljónir kr. og nú  350 milljónir króna.
Bæjarsjóður hefur því þurft að færa til útgjalda, ofan á áætluð útgjöld vegna sjóðsins,  yfir einn milljarð króna á síðustu þremur árum. Bæjarráð hefur falið fjármálastjóra að vinna nýja úttekt á umræddum viðbótarútgjöldum Reykjanesbæjar, svo staðfesting liggi fyrir um rétta útreikninga í ársreikningi 2004. 

Önnur stærsta útgjaldabreytingin er vegna ákvörðunar um nýframkvæmdir á byggingasvæði í Tjarnahverfi, kostnaðar við endurgerð Hafnargötu og landakaupa innan bæjarmarka. Samtals er hér um að ræða 243,8 milljónir kr.

Þá reyndist nauðsynlegt að gera breytingu á áætlun útsvarstekna þar sem þær virðast dragast saman um 76 milljónir kr. frá upphaflegri áætlun. Þar munar mestu um samdrátt starfa og breytingar á störfum hjá Varnarliðinu.

Ýmsir launakostnaðarliðir hafa hækkað á árinu, samkvæmt samningum sem tekið er  saman í endurskoðaðri áætlun fyrir 2004. Heildarhækkun þessara liða 46,939 milljónir kr.

Aðrir þættir sem tekin var ákvörðun um að greiða út eftir að upphafleg fjárhagsáætlun var samþykkt eru m.a. aukin ásókn í Vinnuskóla unglinga og atvinnuátaksverkefni, alls 27,5 milljónir kr.
Aukin framlög til húsaleigubóta, framfærslu hjá Félagsþjónustunni og Varasjóðs viðbótarlána vegna húsnæðis 15,7 milljónir kr.
Aukin framlög til íþróttamála, íþróttaakademíu, frístundaskóla, skaðabóta, hækkunar á húsaleigu og orkukostnaði, menningarmála og forsetakosninga, alls 73,6 milljónir kr.

Gert er ráð fyrir að útkomuspá rekstrarniðurstöðu í samstæðu verði neikvæð um 734 milljónir kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024