Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu
Fimmtudagur 27. febrúar 2014 kl. 12:08

Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að taka eignarnámi ákveðnar jarðir á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu og greint er frá á vef RÚV. Þar segir að beiðni um eignarnám hafi borist ráðuneytinu í febrúar í fyrra og hafi gagnaöflun staðið yfir síðan. Eignarnámsbeiðnin snýr að 220 kíóvatta háspennulínu (Suðurnesjalínu 2) sem fyrirhugað er að reisa á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Í ákvörðun ráðuneytisins um að heimila eignarnám er rakið að öll skilyrði eignarnáms séu að mati ráðuneytisins til staðar, þ.e. skilyrði um lagafyrirmæli. Samningaleið hafi verið reynd til þrautar, að almenningsþörf liggi að baki, að nauðsyn beri til, að meðalhófs sé gætt og skilyrði um afmörkun eignarnáms. Í eignarnáminu felst ákveðinn afnotaréttur af viðkomandi jörðum fyrir Landsnet, í þágu framkvæmdarinnar.

Matsnefnd eignarnámsbóta sker úr ágreiningi um eignarnámsbætur komi hann upp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024