Eignarnám á Landakotsfjörulandi
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur staðfest tillögu bæjarlögmanns um að fara skuli í eignarnám að nýju, náist ekki samningar við landeigendur Landakotsfjörulands.Í bréfi lögmanns til bæjarstjórnar kemur fram að „himinn og haf sé á milli hugmynda eigenda fjörulands Landakots og Sandgerðisbæjar og því ljóst að höggva þurfi á hnútinn.“ Leggur lögmaður því til að landið verði teki formlegu eignarnámi að nýju og að málinu verði vísað til Matsnefndar eignarnámsbóta. Bæjarráð hefur falið lögmanni að tilkynna eigendum fjörulandsins málsmeðferðina til að gæta að andmælareglu stjórnsýsluréttar.