Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. tapaði 52 milljónum á síðasta ári
Föstudagur 25. júní 2004 kl. 10:31

Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. tapaði 52 milljónum á síðasta ári

Tap Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. á árinu 2003 nam rúmum 52 milljónum króna. Heildareignir félagsins námu 223 milljónum króna.Á síðasta ári fjárfesti félagið í hlutabréfum fyrir 25 milljónir króna og útlán félagsins námu tæpum 10 milljónum króna. Handbært fé félagsins nemur rúmum 9 milljónum króna.
Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. Í samtali við Víkurfréttir sagði Guðbjörg að leitað sé leiða til að ná inn frekara fjármagni í félagið, auka fjárstreymi og að á næstunni verði rætt við fjárfesta félagsins.
Alls eru 36 aðilar hluthafar í félaginu og fjórir sem eiga meira en 10% en þeir eru:
Reykjanesbær með tæp 22%, Byggðastofnun með tæp 28%, Kaupthing Bank Luxembourg SA með rúm 10% og Ríkissjóður með rúm 27%.
Stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. er Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Sandgerðisbæjar.

Myndin: Úr myndasafni VF.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024