Eignarhaldafélag Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum
Eignarhaldsfélag Suðurnesja auglýsir eftir umsóknum um stuðning við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Stuðningurinn getur verið í formi láns eða hlutafjárkaupa og bæði til nýrra fyrirtækja sem og fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri á Suðurnesjum.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. er í eigu íslenska ríkisins, Byggðastofnunar, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ýmissa fagfjárfesta. Félagið ákvað nýlega að ráðstafa allt að 150 milljónum til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum.
Aðkoma Eignarhaldsfélagsins getur verið í formi lána eða hlutafjárkaupa í félögum sem eru að hefja starfsemi eða fyrirtækja sem nú þegar eru með starfsemi á svæðinu.
Markmið félagsins er að skapa ný störf eða styðja við atvinnustarfsemi sem nú þegar veitir íbúum atvinnu á Suðurnesjum.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.