HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Eigendur Kölku skoða sameiningu við Sorpu
Föstudagur 22. september 2017 kl. 10:32

Eigendur Kölku skoða sameiningu við Sorpu

Um þessar mundir eru sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum kynntar niðurstöður skoðunar á þeim möguleika að sameina Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (Kölku) og Sorpu bs. Fengnir voru ráðgjafar á vegum Capacent til að skoði kosti og galla slíkrar sameiningar, og hvort hún gæti yfir höfuð talist vænlegur kostur. 
 
Nú í vikunni var haldinn eigendafundur hjá Kölku en á þann fund voru boðaðir kjörnir fulltrúar allra fimm sveitarfélaganna á Suðurnesjum, en sveitarfélögin eiga sorpeyðingarstöðina í sameiningu. Um þessar mundir eru sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum kynntar niðurstöður skoðunar á þeim möguleika að sameina Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (Kölku) og Sorpu bs. Fengnir voru ráðgjafar á vegum Capacent til að skoði kosti og galla slíkrar sameiningar, og hvort hún gæti yfir höfuð talist vænlegur kostur. 
 
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, greinir frá fundinum í vikulegum pistli sem hann skrifar. Segir þar að á fundinum hafi greiningarvinna ráðgjafanna verið kynnt. Einnig mætti framkvæmdastjóri Sorpu og kynnti sjónarmið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og fulltrúi Umhverfisstofnunar sem fjallaði um málið frá sjónarhóli stofnunarinnar sem veitir starfsemi sorpeyðingarstöðva starfsleyfi. Aðildarsveitarfélögin og stjórn Kölku munu áfram fjalla um málið og ákvarða næstu skref.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025