Eigendur Kölku skoða sameiningu við Sorpu
Um þessar mundir eru sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum kynntar niðurstöður skoðunar á þeim möguleika að sameina Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (Kölku) og Sorpu bs. Fengnir voru ráðgjafar á vegum Capacent til að skoði kosti og galla slíkrar sameiningar, og hvort hún gæti yfir höfuð talist vænlegur kostur.
Nú í vikunni var haldinn eigendafundur hjá Kölku en á þann fund voru boðaðir kjörnir fulltrúar allra fimm sveitarfélaganna á Suðurnesjum, en sveitarfélögin eiga sorpeyðingarstöðina í sameiningu. Um þessar mundir eru sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum kynntar niðurstöður skoðunar á þeim möguleika að sameina Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (Kölku) og Sorpu bs. Fengnir voru ráðgjafar á vegum Capacent til að skoði kosti og galla slíkrar sameiningar, og hvort hún gæti yfir höfuð talist vænlegur kostur.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, greinir frá fundinum í vikulegum pistli sem hann skrifar. Segir þar að á fundinum hafi greiningarvinna ráðgjafanna verið kynnt. Einnig mætti framkvæmdastjóri Sorpu og kynnti sjónarmið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og fulltrúi Umhverfisstofnunar sem fjallaði um málið frá sjónarhóli stofnunarinnar sem veitir starfsemi sorpeyðingarstöðva starfsleyfi. Aðildarsveitarfélögin og stjórn Kölku munu áfram fjalla um málið og ákvarða næstu skref.