Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eigendur Brunavarna Suðurnesja verða að bregðast við breyttu og stærra samfélagi
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 18:24

Eigendur Brunavarna Suðurnesja verða að bregðast við breyttu og stærra samfélagi

Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir í pistli á vef Brunavarna Suðurnesja að breytingar og stækkun á samfélaginu á Suðurnesjum kalli á ábyrgari þjónustu eigenda Brunavarna Suðurnesja, sem séu bæjarfélögin Reykjanesbær, Garður og Vogar. Sigmundur bendir á að einungis séu fjórir menn á vakt, auk stjórnenda bakvaktar. Í annríki helgarinnar hafi margir af frívakt verið við vinnu hjá BS og þá hafi mönnum á vakt verið haldið áfram við vinnu vegna anna og þeir menn staðið 17 tíma vakt.

Í pistlinum bendir Sigmundur á fjölda bráðatilfella, en oftar en ekki koma mörg útköll á svipuðum tíma. Þannig má nefna að í gærkvöldi sinntu sjúkraflutningsmenn endurlífgun á íþróttaleikvanginum í Keflavík og fáeinum mínútum síðar barst beiðni um forgangsflutning frá fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Á meðan á þessu stóð voru slökkviliðsmenn að störfum á brunastað á Stafnesi og þar var einnig sjúkrabíll til taks. Á sama tíma fór öryggiskerfi í verlsun Bónus í gang, en þar var framið innbrot. Fáeinum mínútum síðar var óskað eftir sjúkrabíl að bæ á Vatnsleysuströnd vegna veikinda. Síðustu nótt varð síðan fjöldi umferðaróhappa sem rekja má til veðurs. Undir morgun var síðan óskað eftir sjúkrabílum þegar flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli með sjúkan farþega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024