Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eigandi hunds í óskilum lofar 200 þús. kr. í fundarlaun
Hér má sjá bíl björgunarsveitarinnar Ægis í Garði leita við girðinguna sem umlykur Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. VF-mynd/hilmarbragi.
Sunnudagur 15. júní 2014 kl. 11:53

Eigandi hunds í óskilum lofar 200 þús. kr. í fundarlaun

Eigandi hundsins Hunter, sem leitað hefur verið síðustu daga, heitir hverjum þeim sem finnur hundinn 200 þús. kr. Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum og fleiri aðilar leituðu hundsins í gærkvöldi og var m.a. farið inn á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk leitar utan þess.

Eigand hundsins hafði samband við lögreglu og vildi þakka öllum sem hafa komið að leitinni að hundinum kærlega fyrir veitta aðstoð. Hundurinn hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit á svæðinu við flugvöllinn. Sést hefur til hans á þessu svæði. Eigandi hundsins vildi koma þeim skilaboðum áleiðis að hún heitir hverjum þeim sem finnur hundinn á lífi 200.000 krónur. Eins og kunnugt er lofaði Icelandair tveimur flugmiðum þeim sem finna hundinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024