Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eigandi fíkniefna faldi sig
Mánudagur 5. maí 2014 kl. 11:36

Eigandi fíkniefna faldi sig

Talsvert af fíkniefnum fannst í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Lögreglumenn voru við hefðbundið eftirlit þegar þeir veittu umræddri bifreið athygli, þar sem hún var kyrrstæð á bifreiðastæði. Í henni voru farþegar en enginn ökumaður. 
 
Kannabisþefur mætti lögreglu þegar hún opnaði bifreiðina til að ræða við fólkið. Að fengnu leyfi til leitar í bílnum fundu lögreglumenn þrjá poka með kannabisefni og nokkuð af amfetamíni
Lögreglumenn hófu þá leit að ökumanni bifreiðarinnar. Hann fannst þar sem hann hafði falið sig á verönd í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Hann viðurkenndi að eiga efnin sem fundust í bílnum.
 
Við húsleit í íbúðarhúsnæði, sem gerð var um helgina í öðru máli, fundu lögreglumenn einnig nokkuð af kannabisefnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024