Eiga von á þungum sektum fyrir hraðakstur
Fjórar bifreiðar voru stöðvaðar af lögreglu á Reykjanesbraut í gær vegna hraðaskturs. Mældist hraði þeirra 114, 118, 132 og 141 km/klst.
Mega þeior eiga von á óvæntum glaðningi á næstunni þegar sektarmiðar fara að detta inn um lúguna. Þeir tveir sem fyrst voru nefndir eiga von á 50 þúsunda króna sekt hvor, sá á 132 fær 90 þúsunda króna sekt og sá sem var á 141 fær 130 þúsunda króna sekt og getur búist við því að vera sviptur ökuréttindum í einn mánuð.