Eiga von á fjölmennum borgarafundi í Stapa
Í kjölfar frétta af tillögu kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um uppröðun á lista flokksins þar sem ekki er gert ráð fyrir Kristjáni Pálssyni á þann lista hafa stuðningsmenn hans boðað til borgarafundar. Fundurinn sem átti að vera í Sjálfstæðishúsinu í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20:00 hefur verið færður yfir í Stapann enda búast menn þar á bæ við talsverðum fjölda fólks á fundinn.Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði, einn af tryggustu stuðningsmönnum Kristjáns, segir ástæðu flutninganna vera að þeir sem hafi boðað til fundarins hafi á undanförnum dögum skynjað mikinn áhuga hjá fólki að mæta á fundinn og því hafi þótt ráðlagt að færa hann yfir í Stapann þar sem húsrúm er mun meira.
Aðspurður hvort hann búist við hörðum fundi sagðist Sigurður ekki búast við því: "Ég á von á því að þetta verði málefnalegur fundur og menn finni leiðir til að benda kjörnefndinni á það að þessi uppröðun gangi einfaldlega ekki upp".
Má búast við því að samþykkt verði ályktun í lok fundarins?
"Já, ég tel það nokkuð víst. Við munum væntanlega skora á nefndina að breyta uppröðuninni".
Aðspurður hvort hann búist við hörðum fundi sagðist Sigurður ekki búast við því: "Ég á von á því að þetta verði málefnalegur fundur og menn finni leiðir til að benda kjörnefndinni á það að þessi uppröðun gangi einfaldlega ekki upp".
Má búast við því að samþykkt verði ályktun í lok fundarins?
"Já, ég tel það nokkuð víst. Við munum væntanlega skora á nefndina að breyta uppröðuninni".