Egill til Esso
Egill Ólafsson sem gegndi stöðu sölustjóra Samvinnuferða á Suðurnesjum þegar fyrirtækið varð gjaldþrota hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Olíufélagsins Esso í Reykjanesbæ. Egill var ráðinn úr stórum hópi umsækjenda en samkvæmt heimildum vf.is voru þeir nálægt eitt hundrað. Olíufélagið keypti ekki alls fyrir löngu rekstur Aðalstöðvarinnar hf. sem hefur rekið bensínsölu, smurstöð, bílaþvottastöð og sjoppu efst á Hafnargötu í Keflavík. Við þessi kaup var auglýst eftir stöðvarstjóra sem m.a. fær það verk að koma í gegn breytingum á rekstrinum.
Egill er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, ekki aðeins fyrir að hafa selt utanlandsferðir hjá Samvinnuferðum í fjölda mörg ár heldur og sem slökkviliðsstjóri í Sandgerði auk fleiri starfa þar í bæ. Egill starfaði einnig sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli í mörg ár.
„Ég er mjög spenntur og ánægður að hafa fengið starfið. Þetta er góður rekstur og Esso á marga góða viðskiptavini sem ég vona að muni fjölga“, sagði Egill í stuttu spjalli við netsíðu Víkurfrétta en hann var einn þeirra sem misstu starfið þegar SL varð gjaldþrota fyrir nokkru.
Egill er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, ekki aðeins fyrir að hafa selt utanlandsferðir hjá Samvinnuferðum í fjölda mörg ár heldur og sem slökkviliðsstjóri í Sandgerði auk fleiri starfa þar í bæ. Egill starfaði einnig sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli í mörg ár.
„Ég er mjög spenntur og ánægður að hafa fengið starfið. Þetta er góður rekstur og Esso á marga góða viðskiptavini sem ég vona að muni fjölga“, sagði Egill í stuttu spjalli við netsíðu Víkurfrétta en hann var einn þeirra sem misstu starfið þegar SL varð gjaldþrota fyrir nokkru.