Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Egill, Eyþór Ingi, Pétur og Stefanía í Lög unga fólksins
Söngvarar kynntir til leiks í Lög unga fólksins á Ljósanótt
Fimmtudagur 16. júlí 2015 kl. 19:52

Egill, Eyþór Ingi, Pétur og Stefanía í Lög unga fólksins

Söngvararnir Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir munu taka þátt í sýningunni Lög unga fólksins í ár þar sem horft verður til hins vinsæla útvarpsþáttar með tilheyrandi nostalgíu.

Lög unga fólksins eru hátíðarsýnins Ljósanætur og fimmta sýning hópsins Með blik í auga en sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söngvurum til halds og traust verður að venju stórhljómsveit undir stjórn tónlistarsjóra Arnórs B. Vilbergssonar auk bakranna og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í sviðsetningu að sögn aðstandenda.

Kynnir er að venju Kristján Jóhannsson og hefst miðasala 10. ágúst.