Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eggjaþjófar flúðu landeiganda
Föstudagur 21. júní 2013 kl. 17:05

Eggjaþjófar flúðu landeiganda

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um miðnætti í fyrrinótt tilkynning þess efnis að óboðnir gestir voru að tína egg í varplandi íbúa í umdæminu. Kvaðst hann hafa ætlað að ræða við fólkið, en það þá tekin til fótanna og flúið yfir landamerkin og yfir á næstu landareign.

Óskaði landeigandinn eftir að lögregla ræddi við fólkið. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndust þetta vera erlendir einstaklingar. Þeim var gerð grein fyrir því að ekki mætti bera niður hvar sem væri til þess að afla sér eggja, án þess að fyrir lægi leyfi til þess arna, og lofuðu viðkomandi að hætta eggjatínslu í leyfisleysi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024