Eggert og Sigurður til Grindavíkurbæjar
Tveir nýir sviðsstjórar hafa tekið til starfa hjá Grindavíkurbæ. Eggert Sólberg Jónsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar og tók hann svið starfinu af Björgu Erlingsdóttur. Eggert Sólberg stundaði nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi í þjóðfræði með safnafræði sem aukagrein og MA prófi í þjóðfræði, auk skiptináms við Aarhus Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur Eggert Sólberg verið forstöðumaður Reykjanes UNESCO Global Geopark.
Sigurður Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar og tók hann við starfinu af Ármanni Halldórssyni. Sigurður er byggingafræðingur B.Sc. frá Byggeteknisk Højskole, Horsens í Danmörku og iðnfræðingur frá sama skóla. Síðustu ár hefur Sigurður stundað kennslu við VIA University college í Árósum í Danmörku.