Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ég er orðlaus“
Mánudagur 26. september 2011 kl. 10:10

„Ég er orðlaus“


„Ég er orðlaus,“ sagði Garðar Sigurðsson sjómaður við heimasíðu Grindavíkurbæjar eftir að hann horfði á krakkana í sunddeild UMFG og gesti þeirra synda 262,5 km í sundmaraþoni um helgina en maraþoninu lauk í gær kl. 14:00.  Garðar glímir við góðkynja æxli við talstöðvar heilans en sundkrakkarnir tóku sig til og skipulögðu sundmaraþonið eftir að hafa fengið hugmyndina í heita pottinum til að styrkja Garðar og fjölskyldu hans fjárhagslega. Gengu þau í hús og söfnuðu áheitum.

Garðar vildi koma á framfæri kæru þakklæti til krakkanna í sunddeild UMFG sem lögðu á sig alla þessa vinnu sem og foreldrar þeirra.

Garðar segir að heilsa sín sé upp og ofan. Hann prófaði að fara á sjó um daginn en það gekk ekki alveg nógu vel og því taki hann því rólega þessa dagana. Hins vegar fylgdist Garðar grannt með sundkrökkunum alla helgina og á hann vart orð til að lýsa því hversu duglegir krakkar þetta eru.

Þess má geta að mágur Garðars, Birgir Hermannsson, synti síðasta sprettinn í sundmaraþoninu.

Þeir sem vilja styrkja átakið til styrktar sjómanninum í Grindavík geta lagt inn á söfnunarreikning 0143-15-380555, kennitala 220971-3179.

Myndin: Birgir og Garðar að sundi loknu í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024