Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirspurn eftir námsmannaíbúðum á Keflavíkurflugvelli meiri en framboðið
Sunnudagur 24. júní 2007 kl. 01:37

Eftirspurn eftir námsmannaíbúðum á Keflavíkurflugvelli meiri en framboðið

Eftirspurn eftir námsmannaíbúðum á Keflavíkurflugvelli er meiri en framboðið í fyrsta áfanga. Nú hafa 350 umsóknir borist um þær 300 íbúðir sem voru til úthlutunar í fyrsta áfanga hjá Keili.

Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbær vinna nú að uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu. Keilir mun hafa milligöngu um útleigu á námsmannaíbúðum sem leigjast frá og með ágúst næstkomandi. Íbúðirnar verða á sérstöku kynningarverði fyrir þessa fyrstu íbúa í háskólaþorpinu en allir nemar íslenskra háskóla munu eiga aðgang að þeim.

Innifalið í leiguverði er nettenging og strætisvagnar milli svæðisins og háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Við leigu bætist hússjóður.

Í heild munu því 600 - 700 íbúar flytja á svæðið í haust en íbúðir verða afhentar um miðjan ágúst.

 

Myndir: Frá íbúðasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 350 umsóknir bárust um 300 íbúðir. Gert er ráð fyrir að 6-700 manns flytji á Völlinn í ágúst.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024