Eftirsótt embætti
Aðsetur og aðalskrifstofa nýrrar Varnarmálastofnunar verður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 25 manns hafa nú sótt um embætti forstjóra stofnunarinnar en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag.
Utanríkisráðherra skipar í embættið sem á að taka til starfa 1. júní nk.
Varnarmálastofnun fer með verkefni á sviði varnarmála samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti 16. apríl síðastliðinn.