Eftirlýstur morðingi leitaði hælis
Eftirlýstur morðingi og franskur ríkisborgari eru á meðal þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi. Þetta upplýsir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum, í samtali við visir.is í dag.
Visir hefur eftir Eyjólfi að venjulega sé fólki snúið frá landinu uppfylli það ekki skilyrði til landgöngu en um leið og viðkomandi segi lykilorðið hæli „þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur.
Í fréttinni á visi.is kemur fram að fyrir tveimur árum hafi dvalið hér á landi hælisleitandi sem reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi.
Sem kunnugt er dvelja hælisleitendur hér í skjóli félagsmálasviðs í Reykjanesbæ, sem hefur samkvæmt samningi við ríkið hýst hælisleitendur á meðan unnið er úr málum þeirra hér á landi.
hér