Eftirlýstur maður handtekinn
Maður, sem var eftirlýstur af lögreglunni í Keflavík fyrir nauðgun, var handtekinn í Norðfirði í fyrrinótt og fluttur til Keflavíkur en leit að manninum hafði staðið yfir.Lögreglan í Keflavík vildi ekki tjá sig um rannsókn málsins við Morgunblaðið í morgun, að öðru leyti en því að verið væri að yfirheyra manninn.