Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlýstur í fíkniefnavímu á stolnum bíl
Mánudagur 2. júní 2014 kl. 09:17

Eftirlýstur í fíkniefnavímu á stolnum bíl

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir helgi för ökumanns sem reyndist vera með fjölbreytta fíkniefnablöndu í blóðinu. Að auki var hann ökuréttindalaus og á stolnum bíl.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var undir miklum áhrifum fíkniefna þegar hann var stöðvaður. Sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt amfetamíns, metamfetamíns, kókaíns, ópíumblandaðs efnið og kannabis. Hann viðurkenndi að hafa stolið bílnum frá félaga sínum. Í ljós kom að hann er eftirlýstur vegna afplánunar og yfirheyrslna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með manninum í bílnum var farþegi, karlmaður um tvítugt. Hann var með fíkniefni í krukku í vasanum, meira til í öðrum sokknum og loks fundust efni í dós sem hann hélt á. Hann viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum. Þá viðurkenndi annar ökumaður, sem stöðvaður var, að hafa reykt kannabis. Þriðji ökumaðurinn, sem lögregla hafði afskipti af í vikunni, kona á þrítugsaldri, viðirkenndi að hafa neytt kannabisefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu það.

Loks stöðvaði lögregla kannabisræktun í umdæminu. Haldlagðar voru fáeinar plöntur, nokkuð af  tilbúnum efnum, svo og tæki og tól.