Eftirlýstur í fíkniefnaakstri
	Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrrinótt akstur karlmanns á þrítugsaldri í Keflavík vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann bar þess greinileg merki og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur að hann hefði neytt kannabisefna, amfetamíns og kókaíns.
	
	Þegar nánar var að gáð kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur vegna afplánunar annarra brota og var hann því vistaður i fangaklefa að sýnatöku lokinni. Umræddur maður hefur iðulega komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnabrota.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				