Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlýstur dólgur á sveppum
Mánudagur 1. desember 2014 kl. 11:35

Eftirlýstur dólgur á sveppum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ölvuðum karlmanni sem hafði hegðað sér dólgslega inni á veitingastað í umdæminu. Að auki neitaði hann að greiða fyrir leigubifreið sem hann hafði tekið á staðinn. Hann lét ekki af þessari hegðun sinni þegar lögreglumenn ræddu við hann og var því fluttur á lögreglustöð. Við öryggisleit á honum fundust tveir pokar með sveppum. Auk þess reyndist hann eftirlýstur vegna afplánunar vararefsingar.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024