Eftirlýstur á ólöglegri bifreið
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af átján ára pilti, sem ók bifreið sinni með ljósabúnað í stakasta ólagi. Í ljós kom að hann var eftirlýstur í öðru lögregluumdæmi, sem var gert viðvart um ferðir hans.
Annar ökumaður hafði lagt bifreið sinni á grasbala þegar lögreglu bar að. Kom í ljós að bifreiðin var skráð í akstursbann og fjarlægðu lögreglumenn skráningarnúmer hennar. Þriðji ökumaðurinn, kona rúmlega þrítug kona, ók bifreið sinni svipt ökuréttindum ævilangt. Þá óku fjórir án bílbeltis og tveir virtu ekki stöðvunarskyldu.