Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlýstur á 187 km hraða
Föstudagur 10. maí 2019 kl. 16:17

Eftirlýstur á 187 km hraða

Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut í gærmorgun mældist á 187 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.  Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann og færði á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Sýnatökur þar sýndu jákvæða niðurstöðu á tvær tegundir fíkniefna. Umræddur ökumaður ók sviptur ökuréttindum og hafði lögregla áður haft afskipti af honum vegna þess. Þá var hann eftirlýstur vegna annars máls.
 
Ökumannsins bíður ákæra og dómur vegna ofsaakstursins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024