Eftirlýstir nást í Keflavík
Lögreglan í Keflavík handtók tvo menn grunaða um innbrot í Grunnskólann í Njarðvík í nótt. Mennirnir náðust í nágrenni við skólann en þeir voru stöðvaðir vegna grunsamlegra mannaferða. Fréttablaðið greindi frá.
Í ljós kom að þeir voru eftirlýstir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. Þýfið sem samanstóð af ýmiss konar tölvubúnaði og stafrænni myndavél, hefur ekki enn komist í leitirnar. Mennirnir er í vörslu lögreglunnar og verða yfirheyrðir.
Í ljós kom að þeir voru eftirlýstir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. Þýfið sem samanstóð af ýmiss konar tölvubúnaði og stafrænni myndavél, hefur ekki enn komist í leitirnar. Mennirnir er í vörslu lögreglunnar og verða yfirheyrðir.