Eftirlýsingar frá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna rannsóknar á ætluðu mansali
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um mennina á meðfylgjandi myndum en myndirnar tengjast rannsókn á ætluðu mansali. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða geta gefið einhverjar upplýsingar um þá eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða við næstu lögreglustöð.
Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 26 ára litháískum manni, Deividas Sarapinas, vegna rannsóknar sama máls.
Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins af fullum þunga en gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.