Eftirlitsnefnd um störf lögreglu skoðar atvik sem upp kom á Ljósanótt
Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur til með að skoða atvik sem upp kom á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Þar höfðu lögregluþjónar afskipti af 17 ára pilti sem er dökkur á hörund.
Í frétt á mbl.is segir að pilturinn hafi verið nýmættur á hátíðina í góðra vina hópi þegar lögreglan hafði afskipti af honum, að því er virðist að ástæðulausu. Var drengurinn spurður hvort hann væri með vopn eða fíkniefni á sér, og var honum ýtt upp við vegg og leitað á honum af bæði lögregluþjónum og fíkniefnahundi, segir í fréttinni.
„Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur til með að skoða þetta tilvik. Ég, aftur sem áður, var búinn að taka ákvörðun um að senda upplýsingar um þessa kvörtun sem birtist í fjölmiðlum, ég hafði tekið ákvörðun um að upplýsa nefndina um þetta,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.
Úlfar segir ekki hafa komið til tals að víkja lögregluþjónunum tímabundið úr starfi.
Þá kveðst hann ekki miklar áhyggjur af því að atvikið rýri traust almennings til lögreglunnar. Hann tekur þó fram að lögreglan þurfi að vanda sig í sínum störfum.
Að neðan er fésbókarfærsla Margrétar Pálsdóttur um atvikið.