Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlitsnefnd um störf lögreglu skoðar atvik sem upp kom á Ljósanótt
Mynd sem deilt var á samfélagsmiðlum af atvikinu á Ljósanótt.
Mánudagur 4. september 2023 kl. 21:09

Eftirlitsnefnd um störf lögreglu skoðar atvik sem upp kom á Ljósanótt

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu kem­ur til með að skoða atvik sem upp kom á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Þar höfðu lögregluþjónar afskipti af 17 ára pilti sem er dökkur á hörund.

Í frétt á mbl.is segir að pilt­ur­inn hafi verið ný­mætt­ur á hátíðina í góðra vina hópi þegar lög­regl­an hafði af­skipti af hon­um, að því er virðist að ástæðulausu. Var dreng­ur­inn spurður hvort hann væri með vopn eða fíkni­efni á sér, og var hon­um ýtt upp við vegg og leitað á hon­um af bæði lög­regluþjón­um og fíkni­efna­hundi, segir í fréttinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu kem­ur til með að skoða þetta til­vik. Ég, aft­ur sem áður, var bú­inn að taka ákvörðun um að senda upp­lýs­ing­ar um þessa kvört­un sem birt­ist í fjöl­miðlum, ég hafði tekið ákvörðun um að upp­lýsa nefnd­ina um þetta,“ seg­ir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í sam­tali við mbl.is.

Úlfar seg­ir ekki hafa komið til tals að víkja lög­regluþjón­un­um tíma­bundið úr starfi.

Þá kveðst hann ekki mikl­ar áhyggj­ur af því að at­vikið rýri traust al­menn­ings til lög­regl­unn­ar. Hann tek­ur þó fram að lög­regl­an þurfi að vanda sig í sín­um störf­um.

Að neðan er fésbókarfærsla Margrétar Pálsdóttur um atvikið.