Eftirlitsnefnd telur ekki ástæðu til frekari skoðunar
Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur að undanförnu haft til skoðunar fjármál Reykjanesbæjar eftir að nefndin taldi fjárhagsstöðu bæjarins alvarlega og hafði til hliðsjónar reikningsskil Reykjanesbæjar. Minnihluti bæjarstjórnar þrýsti á að eftirlitsnefnd yrði svarað. Ellerti Eiríkssyni bæjarstjóra var falið að svara nefndinni og nú hefur svo borist bréf sem tekið var fyrir á bæjarráðsfundi í morgun en í því kemur fram að nefndin telur ekki ástæðu til að hafa fjármál Reykjanesbæjar lengur til sérstakrar skoðunar og má því segja að Reykjanesbær sé komin af fjármála-gjörgæslu eftirlitsnefndar.