Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlitsnefnd með fjármálum biður um upplýsingar
Þriðjudagur 13. október 2009 kl. 08:55

Eftirlitsnefnd með fjármálum biður um upplýsingar


Reykjanesbær er í hópi a.m.k. sex sveitarfélaga sem hafa fengið bréf frá Eftilitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu þeirra.

Sveitarfélögin sex eru Álftanes, Borgarbyggð, Grundarfjörður, Fjarðabyggð, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.  Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun, sjá hér.

Hlutverk eftirlitsnefndarinnar er að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga og gera nauðsynlegar athuganir á þróun þeirra. Leiði athugun í ljós að fjármál sveitarfélags stefni í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og grípa til nauðsynlegra ráðstafana í samræmi við ákvæði reglugerðar.

Ef ástæða þykir til getur eftirlitsnefndin gert samning við sveitarstjórn um eftirlit og eftirfylgni til lausnar á fjárhagsvanda sveitarfélagsins.
Þetta þýðir m.a. að eftirlitsnefndin skuli, samkvæmt lögformlegu hlutverki sínu, hafa heildaryfirsýn yfir fjármál og stjórnun sveitarfélags og taka virkan þátt í stefnumörkun þess. Engar ákvarðanir, sem telja verður að skipti verulegu máli í stjórnun, rekstri og framkvæmdum sveitarfélags skulu teknar án samþykkis nefndarinnar, segir í reglugerð.
Enn fremur skal eftirlitsnefndin hafa aðgang að upplýsingum úr bókhaldi og öðrum gögnum er sýna þróun í fjármálum sveitarfélagsins hverju sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024