Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlegukind jólanna stendur af sér rokið
Mánudagur 9. febrúar 2004 kl. 16:48

Eftirlegukind jólanna stendur af sér rokið

Það hefur blásið hraustlega í dag. Jólatré sem er á hringtorginu við gamla HF hefur lamist til í veðrinu í dag er þó ennþá uppistandandi. Tréð er eftirlegukind jólanna og hefur ekki ennþá verið tekið niður. Burtséð frá því þá fer tréð torginu vel, eftir að það var snyrt til fyrir jólin. Hins vegar mun glansinn fljótt fara af trénu með sama áframhaldi. Það væri kannski ráð að gróðursetja stórt tré á þessu horni, enda Reykjanesbær ekki þekktur fyrir annað en stórhug þegar kemur að umhverfinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024