Eftirbátur Íslendings afhjúpaður
Eftirbátur víkingaskipsins Íslendings var afhjúpaður á vel heppnuðu málþingi um „Nýtt landnám og sögutengda ferðaþjónustu“ sem haldið var í samvinnu Reykjanesbæjar og Evrópuverkefnisins Destination Viking Sagalands síðastliðinn föstudag.
Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri Íslendings, smíðaði eftirbátinn eftir víkingaskipinu stóra en slíkir bátar voru oft hafðir í eftirdragi á sjóferðum víkinga - og þaðan kemur nafnið.
Við afhöfnina tók Söngsveitin Víkingar lagið að víkingasið en að lokinni athöfninni færðu máþingsgestir sig yfir í Duushús þar sem boðið var upp á fjölda forvitnilegra fyrirlestra um víkingaarfleið og tengsl hennar við ferðaþjónustu í landinu.
Meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu voru:
Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Íslendings
Rögnvaldur Guðmundsson verkefnisstjóri Destination Viking
Andri Snær Magnason rithöfundur
Einnig voru flutt erindi um:
Eiríksstaði og Leifsverkefnið í Dölum
Þjórsárdalur
Gásir við Eyjafjörð
Sögumiðstöð og sagnamennska á Grundafirði
Landnámsskálinn í Aðalstræti
Eðlismassi, höfuðstóll og segulstál
VF-mynd/ Bjarni
www.reykjanesbaer.is