Efri innsiglingarvarðan skemmd
Komið hafa í ljós skemmdir á efri innsiglingarvörðunni við Hóp og talið að það hafi gerst í jarðskjálftanum á síðasta ári. Umhverfisnefnd tók málið fyrir á fundi sínum og hvetur til þess að varðan verði lagfærð og jafnframt sett í upprunalegt horf.
Innsiglingarvörðurnar inn í Hópið eru tvær, auk Hópsheiðarvörðu. Þær eru bæði miklar um sig og háar eftir því að því er fram kemur á heimasíðu Ferlis. Þegar Hópsrifið var grafið inn 1939 svo nota mætti Hópið sem lægi fyrir stærri skip (árabáta og vélbáta) voru vörðurnar hlaðnar. Þær hafa æ síðan verið eitt af meginkennileitum Grindavíkur - gulmálaðar í seinni tíð. Margir nafngreindir Gindvíkingar komu að hleðslunum. Þær er þó einungis ysta lagið, þ.e. það sýnilega, en að innanverðu eru vörðurnar kasthlaðnar. Það er ástæðan fyrir svo skjótri forfáun efri innsiglingarvörðunnar (skammt neðan við Austurveg).