Efnismiklar Víkurfréttir í þessari viku
Það er efnismikið blað af Víkurfréttum sem er farið í prentun og verður dreift á alla okkar helstu dreifingarstaði á morgun, miðvikudag.
Í blaði vikunnar er viðtal við nýjan lögreglustjóra á Suðurnesjum, Magnús bæjarstjóri í Suðurnesjabæ er einnig í viðtali en í Sandgerði var verið að taka skóflustungu að nýju hverfi þar sem munu rísa 136 íbúðir.
Við ræðum einnig við tónlistarmanninn Hauk Arnórsson og fjölmargt annað áhugavert er að finna í blaðinu sem má nálgast rafrænt hér að neðan. Prentuð útgáfa verður komin á dreifingarstaði um hádegi á miðvikudag.