Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Efna til íbúafundar vegna Hafnargötu 12
Svona var Hafnargata 12 og nánasta umhverfi í eina tíð. Síðan þessi mynd var tekin hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ljósmynd frá Byggðasafni Reykjanesbæjar.
Föstudagur 12. október 2018 kl. 14:29

Efna til íbúafundar vegna Hafnargötu 12

Efnt verður til íbúafundar vegna deiliskipulagstillögu vegna Hafnargötu 12 í Keflavík. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. JeES arktiektar ehf. fyrir hönd Hólsfjall ehf. unnu tillöguna.
 
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að gert verður ráð fyrir tengingu bílastæðakjallara undir Hafnargötu 12 við Norðfjörðsgötu, segir í afgreiðslu frá fundi ráðsins í morgun.
 
„Efnt verður til íbúafundar,“ segir svo í lok afgreiðslu ráðsins en fyrri hugmyndir um uppbyggingu á Hafnargötu 12 féllu illa í kramið hjá íbúum í nágrenninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024