Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Efld löggæsla í 30 daga átaksverkefni
Föstudagur 10. september 2010 kl. 08:47

Efld löggæsla í 30 daga átaksverkefni


Löggæsla í Grindavík verður efld til muna í 30 daga átaksverkefni þar sem tveir lögreglumenn verða á vakt í bæjarfélaginu frá kl. 14 fram yfir miðnætti. Þetta er niðurstaða fundar sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum átti í gær með forsvarsmönnum bæjarfélagsins.

Munu vakthafandi lögreglumenn sinna almennri löggæslu í Grindavík auk þess að sinna umferðareftirliti á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut. Að auki verður einn lögreglumaður í Grindavík alla fimmtudaga til að sinna forvarnarfræðslu. Með þessu fyrirkomulagi er vonast til að sýnileiki lögreglunnar í Grindavík verði mun meiri og löggæsla mun markvissari.
--

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024