Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Efla fjarskiptaþjónustu með 4,5G netsambandi í Höfnum
Föstudagur 29. október 2021 kl. 07:03

Efla fjarskiptaþjónustu með 4,5G netsambandi í Höfnum

Efla fjarskiptaþjónustu með 4,5G netsambandi í Höfnum Nova hf. er að efla fjarskiptaþjónustu sína í Höfnum og hefur óskað eftir að leigja þar aðstöðu á hafnarsvæði Reykjaneshafnar undir búnað til þeirra nota. Til stendur að setja upp 4,5G þráðlaus netsamband og þegar ljósleiðari verður lagður á staðinn verður í boði að tengjast 5G netinu í Höfnum. 

Málið var tekið fyrir á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar. Þar fór hafnarstjóri yfir drög að leigusamning um viðkomandi aðstöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að geta lagt fyrirhugaðri innviðauppbyggingu í Höfnum lið með leigu á aðstöðu undir fjarskiptabúnað. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita hann,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar sem var samþykkt samhljóða.