Efla félagsleg tengsl með nýjum ærslabelg á Ásbrú
Börnin á Ásbrú geta nú skemmt sér og eflt félagsleg tengsl á nýjum ærslabelg sem SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa fært Reykjanesbæ að gjöf. Þetta er í fyrsta sinn sem SOS styrkir verkefni í þágu barna hér á landi en það er mögulegt vegna samstarfsverkefnisins A Home for a home með íbúðaleigufélaginu Heimstaden.
Íbúum á Ásbrú var boðið að koma og skoða ærslabelginn síðasta föstudag og þiggja grillaða hamborgara og drykki. Þá mætti Íþróttaálfurinn á svæðið var var með skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina.
Í myndasafni neðst á síðunni má sjá fleiri myndir sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á hátíðinni.