Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eðlilegt að litið sé til Suðurnesja með ráðstöfun Varnarliðs-hagnaðs
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Garði. VF-mynd/pket.
Laugardagur 15. október 2016 kl. 13:00

Eðlilegt að litið sé til Suðurnesja með ráðstöfun Varnarliðs-hagnaðs

- segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra segir eðlilegt að það verði litið til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum, meðal annars ferðaþjónustunnar og tengsl hennar við Keflavíkurflugvöll, þegar hagnaði af rekstri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar verði ráðstafað en hann mun nema um 10 milljörðum króna. Suðurnesin hafi lagt mikið af mörkum á tímum Varnarliðsins og því hljóti svæðið að njóta þess nú. Þróunarfélagið yfirtók byggingar Varnarliðsins við brotthvarf þess árið 2006 og er sölu þeirra nú að ljúka. „Hér eru spennandi tímar að gerast og því ættu þessir fjármunir að geta nýst okkur í það,“ sagði forsætisráðherra við Víkurfréttir.

Sigurður ávarpaði aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fer í Garðinum 14.-15. okt. Forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu mikil umskipti hafi orðið á Suðurnesjum á undanförnum árum og atvinnuleysi heyri nú nánast sögunni til. Hann kom inn á nokkur atriði eins og fjárframlag frá ríkinu til Helguvíkurhafnar sem hann sagði að hefði verið nokkur höfuðverkur í kerfinu en vonaðist til að þau mál leystust fyrr en seinna. 
Sigurður kom í ræðu sinni inn á málefni samgangna og nefndi sérstaklega að áhugahópurinn sem stofnaður var um öryggi Reykjanesbrautar í sumar hafi haft góð áhrif á framgöngu mála sem hann hafi þrýst á. „Þetta var gott dæmi um það þegar mikill fjöldi íbúa leggur sitt af mörkum í ákveðnum málum. Hópurinn átti gott samtal og samstarf við þingmenn og ráðherra og hafði góð áhrif á framgang verkefna,“ sagði forsætisráðherra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, í Garði 15.-16. okt.