EDI bikarinn til Samkaupa
Á aðalfundi ICEPRO í síðustu viku var EDI bikarinn afhentur í 14. sinn. ICEPRO er vettvangur samstarfs um rafræn viðskipti og EDI bikarinn er afhentur árlega því fyrirtæki, stofnun eða lausn sem skarað hefur fram úr á sviði rafrænna samskipta á liðnu starfsári. Að þessu sinni hlutu Samkaup bikarinn, sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra afhenti. Vefsíða SA greinir frá þessu.