Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:08

EDDA KE SELD TIL HORNAFJARÐAR

Edda KE 51, sem er 234 brl. stálskip í eigu Álasunds ehf. í Keflavík, hefur verið seld til Hornafjarðar. Söluverð er 70 milljónir króna. Kaupandi er útgerð Jóa Bjarna SF og Hafborgar SF á Hornafirði í samvinnu við fiskvinnslufyrirtækið Marvík í Garði, sem fengið hefur aflann af skipunum til vinnslu. Grein um kaupin birtist nýlega í Fiskifréttum. Þar kemur einnig fram að kvóti bátanna tveggja , rúmlega 200 þorskígildi, flyst yfir á Eddu en auk þess er ætlunin að kaupa viðbótarkvóta á skipið sem mun fá nafnið Jói Bjarna SF. Guðmundur Sigurðsson útgerðarmaður segir að netaflinn verði lagður upp á Hornafirði og honum ekið til Marvíkur í Garði eins og fyrr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024