Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ebba Guðný á Bókasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 30. janúar 2018 kl. 13:09

Ebba Guðný á Bókasafni Reykjanesbæjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir heldur erindi um heilsu og hollustu fyrir alla, en þó með sérstaka áherslu á ungabörn og börn, fimmtudaginn 1. febrúar nk. á Bókasafni Reykjanesbæjar. Ebba Guðný er bókaútgefandi, heilsukokkur og umsjónarmaður þáttanna „Eldað með Ebbu“ á RÚV og mun hún fara yfir einföld atriði sem allir ættu að geta tileinkað sér án mikillar fyrirhafnar til að bæta líðan og heilsu.

Ebba er þekkt fyrir að hafa húmor fyrir sjálfri sér, hún hefur sjálf barist við fæðuóþol og magavandræði frá unga aldri og hefur haft mikinn áhuga á heilsu og næringu í rúm 20 ár. Hún er þar af leiðandi orðin hokin af reynslu. Hún lofar fræðslu sem nýtist flestum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga í Bókasafni Reykjanesbæjar frá klukkan 11 til 12. Í annað hvert skipti er boðið upp á fræðslu sem tengist barnauppeldi og foreldrahlutverkinu.
Í Ráðhúskaffi er boðið upp á 15% afslátt þegar Foreldramorgnar eru. Allir áhugasamir eru velkomnir.