EasyJet hefur flug til Keflavíkurflugvallar
Flug breska flugfélagsins easyJet frá London-Luton til Íslands hófst í dag og lenti fyrsta vélin á Keflavíkurflugvelli um kl. 8.30 í morgun. Flogið verður þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga.
Farmiðar munu koma til með að kosta frá 6.600 kr. aðra leiðina og frá tæpum 12.000 kr. fyrir báða leiðir, segir í tilkynningu frá félaginu.
Til að koma til móts við vinsældir flugleiðarinnar, ákvað easyJet að hefja flug hingað til lands árið um kring og munu farmiðar í vetraráætluna verða til sölu frá og með næsta fimmtudegi.
Fyrsta flugvél easyJet lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 8.31 í morgun, níu mínútum á undan áætlun og var íslenskur flugmaður, Davíð Ásgeirsson, við stjórnvölinn. Hann er sérstaklega ánægður og stoltur að hafa fengið þann heiður að sitja við stjórnvölinn í þessu fyrsta flugi til Íslands, segir í fréttatilkynningu.
Með þessari nýjustu viðbót flýgur easyJet til 30 landa en flugfélagið eitt hið stærsta í Evrópu með 200 flugvélar í flotanum sem fljúga á yfir 600 flugleiðum.