Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

EasyJet bætir Birmingham við sem nýjum áfangastað á Keflavíkurflugvelli
Birmingham er áhugaverð og þriðja stærsta borg Englands. Icelandair flaug þangað um tíma fyrir nokkrum árum. Í Birmingham er t.d. einn þekktasta golfsvæði Breta, The Belfry, þaðan sem þessi mynd er tekin. Vf/pket.
Þriðjudagur 11. júní 2024 kl. 15:16

EasyJet bætir Birmingham við sem nýjum áfangastað á Keflavíkurflugvelli

Breska flugfélagið easyJet kynnti í dag áætlun sína fyrir veturinn 2024/2025. Félagið tilkynnti þá að byrjað yrði að fljúga milli Birmingham á Englandi og Keflavíkurflugvallar í fyrsta sinn í byrjun desember. Flogið verður tvisvar í viku þar á milli, þriðjudaga og laugardaga, fram í lok mars á næsta ári.

„Við á Keflavíkurflugvelli fögnum þeirri ákvörðun easyJet að bæta áttunda áfangastaðnum sínum við frá Keflavíkurflugvelli næsta vetur,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar. „EasyJet er einni stærsti viðskiptavinur okkar. Þessi ákvörðun er enn eitt merki þess hversu mikla trú félagið hefur á áfangastaðnum Íslandi.“

Auk Birmingham býður easyJet upp á sjö aðra áfangastaði þaðan sem flogið er til Keflavíkurflugvallar. Það eru Bristol, Edinborg, London Gatwick, Luton, Manchester, Mílanó og Orly-flugvöllur í París. Ferðir milli Keflavíkurflugvallar og þessara áfangastaða samkvæmt vetraráætlun easyJet hefjast í byrjun október og er flogið fram í lok mars 2025.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024