E-listinn með meirihluta í Vogum
E-listinn fór með sigur af hólmi í sveitarstjórnarkosningunum í Vogum. Framboðið hlaut 50,5% atkvæða og fékk fjóra menn kjörna. D-listinn fékk 30,3% og tvo menn og L-listinn 19,2% og einn mann kjörinn.
590 greiddu atkvæði í Vogum en kjörsókn var 73,57%. Auðir seðlar voru 13 og ógildir 4.
Í sveitarstjórn Voga verða Ingþór Guðmundsson, Bergur Brynjar Álfþórsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Birgir Örn Ólafsson fyrir E-listann, Björn Guðmundur Sæbjörnsson og Guðbjörg Kristmundsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk og Kristinn Björgvinsson fyrir L-lista fólksins.