Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

E- listinn opnar kosningaskrifstofu
Frambjóðendur E-listans í Vogum.
Þriðjudagur 8. maí 2018 kl. 08:00

E- listinn opnar kosningaskrifstofu

E-listinn í Vogum opnaði kosningaskrifstofu sína um síðustu helgi í Lions-húsinu í Vogum og gaf af því tilefni út stefnuskrá sína sem liggur frammi á kosningaskrifstofunni. Hægt verður að kíkja á frambjóðendur E-listans á fimmtudögum og föstudögum milli 19- 22 og frá 14-18 um helgar.

Næstkomandi helgi ætlar listinn að bjóða íbúum uppá að sækja sér moltu og fá rjúkandi súpu í leiðinni. Þetta er í fjóða skiptið sem E-listinn býður fram í Sveitarfélaginu Vogum en listinn hefur setið í meirihluta á þessu kjörtímabili.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024