Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dýrum hlutum stolið frá grunnskólanemum
Þriðjudagur 3. maí 2005 kl. 17:36

Dýrum hlutum stolið frá grunnskólanemum

Nokkuð hefur borið á þjófnaði í grunnskólum Reykjanesbæjar að undanförnu eftir því sem heimildir Víkurfrétta herma. Í flestum tilfellum er um að ræða nemendur sem taka eigur samnenenda sinna ófrjálsri hendi, aðallega hverfa skór og peningar, þó hefur borið á því að raftækjum eins og ipod spilurum sé stolið.

Gunnar Jónsson, skólastjóri Heiðarskóla, sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið væri um stuld á þeim flíkum sem væru móðins hverju sinni. Slík mál leystust oftar en ekki innanhúss þar sem vökul augu eigenda rækjust á hlutina aftur. Hvað varðar fjármuni væri ýtt á ungmennin að skilja slíkt ekki eftir í flíkum fram á gangi eða í íþróttahúsinu. Þá bað hann foreldra að vera sérstaklega vakandi yfir eigum barna sinna og sannreyna hvort þau væru með flíkurnar í láni ef þau svo segja.

Aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla sagði að ekki væri mikið um að eigur nemenda hyrfu. Passað væri upp á að ávallt væri einn starfsmaður skólans á hverjum gangi til að hafa auga á aðstæðum.

Ekki hefur orðið vart við stórfelldan þjófnað hjá Myllubakkaskóla. Þar eru nemendur á unglingastigi með sínar heimastofur sem eru læstar í frímínútum. Fatnaður og annað slíkt er inn í þeim. Það er einungis umsjónakennari sem hleypa má nemendum inn í stofurnar. Þá væri það á ábyrgð nemenda að vera ekki með fjármuni í vösum.

Starfsmenn Holtaskóla vildu ekki tjá sig um málið og sögðu að litið væri á þjófnað sem innanhússmál og yrði því leyst innan veggja skólans.

Samsett mynd ótengd málinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024